Volkswagen Golf GTI Clubsport í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 08:45 Volkswagen Golf GTI Clubsport er enn ein gerð þessa vinsæla bíls og ári öflug. Nú eru bara örfáir dagar þangað til bílasýningin í Frankfürt hefst og eins og vanalega eru bílaframleiðendur þessa dagana að sýna tilvonandi gestum hvað bera mun fyrir augu á sýningunni. Volkswagen mun sýna þennan Golf GTI Clubsport bíl en segja má um þennan bíl að hann passi á milli Golf GTI og Golf R, að minnsta kosti hvað afl varðar. Golf GTI Clubsport er 261 hestöfl, en hefðbundinn GTI er 210 hestöfl og Golf R er 300 hestöfl. Þessi Golf GTI Clubsport er eiginlega götuhæf útgáfa tilraunabíls sem Volkswagen kynnti á bílasýningu Volkswagen í Wörthersee í Austurríki fyrr í sumar. Þó svo að Golf GTI Clubsport sé skráður fyrir 261 hestafli er hann fær um að skila 286 hestöflum þökk sé overboost stillingu sem í bílnum er. Hann er 5,9 sekúndur í hundraðið með 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum, en 6,0 sekúndur beinskiptur. Þrátt fyrir alla snerpu sína er uppgefin eyðsla bílsins aðeins 6,9 lítrar. Golf GTI Clubsport er með talsverðar útlitsbreytingar borið saman við hefðbundinn GTI bíl. Stuðarinn er nýr, sílsa- og pústumgjörðin, vindskeiðin og felgurnar, sem dæmi. Sportsæti eru í bílnum sem klædd eru alcantara áklæði svo ökumaðurinn haldist nú rækilega á sínum stað. Búast má við því að þessi nýi Golf sé einhversstaðar á milli GTI og R í verði. GTI kostar 5.450.000 kr. hérlendis í Heklu og Golf R 6.990.000 kr. Þessi nýi gæti því orðið í boði fyrir ríflega 6 milljónir króna og því jafngóð kaup og í hinum tveimur. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent
Nú eru bara örfáir dagar þangað til bílasýningin í Frankfürt hefst og eins og vanalega eru bílaframleiðendur þessa dagana að sýna tilvonandi gestum hvað bera mun fyrir augu á sýningunni. Volkswagen mun sýna þennan Golf GTI Clubsport bíl en segja má um þennan bíl að hann passi á milli Golf GTI og Golf R, að minnsta kosti hvað afl varðar. Golf GTI Clubsport er 261 hestöfl, en hefðbundinn GTI er 210 hestöfl og Golf R er 300 hestöfl. Þessi Golf GTI Clubsport er eiginlega götuhæf útgáfa tilraunabíls sem Volkswagen kynnti á bílasýningu Volkswagen í Wörthersee í Austurríki fyrr í sumar. Þó svo að Golf GTI Clubsport sé skráður fyrir 261 hestafli er hann fær um að skila 286 hestöflum þökk sé overboost stillingu sem í bílnum er. Hann er 5,9 sekúndur í hundraðið með 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum, en 6,0 sekúndur beinskiptur. Þrátt fyrir alla snerpu sína er uppgefin eyðsla bílsins aðeins 6,9 lítrar. Golf GTI Clubsport er með talsverðar útlitsbreytingar borið saman við hefðbundinn GTI bíl. Stuðarinn er nýr, sílsa- og pústumgjörðin, vindskeiðin og felgurnar, sem dæmi. Sportsæti eru í bílnum sem klædd eru alcantara áklæði svo ökumaðurinn haldist nú rækilega á sínum stað. Búast má við því að þessi nýi Golf sé einhversstaðar á milli GTI og R í verði. GTI kostar 5.450.000 kr. hérlendis í Heklu og Golf R 6.990.000 kr. Þessi nýi gæti því orðið í boði fyrir ríflega 6 milljónir króna og því jafngóð kaup og í hinum tveimur.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent