Hagnaður Volvo eykst um 71% Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 10:45 Volvo XC90 jeppinn nýi. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Volvo um 25,7 milljarða króna og jókst hagnaður sænska bílaframleiðandans um 71% á milli ára. Veltan jókst um 12% og hagnaður af veltu nam 2,2%. Hjá Volvo er búist við því að enn meiri hagnaður verði á seinni helmingi ársins. Þessi ágæti árangur Volvo náðist þrátt fyrir staðnaða sölu í Kína, en góð eftirspurn eftir bílum Volvo í Evrópu náði að vinna upp vandann í Kína. Áætlanir Volvo er brattar og hyggst fyrirtækið ná 800.000 bíla sölu árið 2020 en í ár býst Volvo við að salan verði nálægt 500.000 bílum. Volvo ætlar að opna nýja verksmiðju í S-Karólínufylki í Bandaríkjunum árið 2018 og þar verða framleiddir 100.000 bílar á ári. Miklu máli skiptir fyrir Volvo það sem eftir lifir árs og á næsta ári að nýja Volvo XC90 jeppanum hefur verið frábærlega tekið og hafa nú þegar borist 57.000 pantanir í hann. Volvo á langt í land að ná bæði sölu og hagnaðarprósentu sem aðrir lúxusbílaframleiðendur í Evrópu ná. BMW seldi til að mynda 1,1 milljónir bíla á fyrri helmingi þessa árs og var með 8,9% hagnað af veltu og sú tala er hærri hjá Audi. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en höfuðstöðvar Volvo eru enn í Svíþjóð. Geely keypti Volvo af Ford árið 2010. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Volvo um 25,7 milljarða króna og jókst hagnaður sænska bílaframleiðandans um 71% á milli ára. Veltan jókst um 12% og hagnaður af veltu nam 2,2%. Hjá Volvo er búist við því að enn meiri hagnaður verði á seinni helmingi ársins. Þessi ágæti árangur Volvo náðist þrátt fyrir staðnaða sölu í Kína, en góð eftirspurn eftir bílum Volvo í Evrópu náði að vinna upp vandann í Kína. Áætlanir Volvo er brattar og hyggst fyrirtækið ná 800.000 bíla sölu árið 2020 en í ár býst Volvo við að salan verði nálægt 500.000 bílum. Volvo ætlar að opna nýja verksmiðju í S-Karólínufylki í Bandaríkjunum árið 2018 og þar verða framleiddir 100.000 bílar á ári. Miklu máli skiptir fyrir Volvo það sem eftir lifir árs og á næsta ári að nýja Volvo XC90 jeppanum hefur verið frábærlega tekið og hafa nú þegar borist 57.000 pantanir í hann. Volvo á langt í land að ná bæði sölu og hagnaðarprósentu sem aðrir lúxusbílaframleiðendur í Evrópu ná. BMW seldi til að mynda 1,1 milljónir bíla á fyrri helmingi þessa árs og var með 8,9% hagnað af veltu og sú tala er hærri hjá Audi. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en höfuðstöðvar Volvo eru enn í Svíþjóð. Geely keypti Volvo af Ford árið 2010.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent