Á þriðja milljarð í húsnæðismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2015 07:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin sé að efna fyrirheit sem gefin voru í vor. vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“ Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira