Gróði eða græðgi? Skjóðan skrifar 9. september 2015 11:00 Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira