Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2015 14:52 Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Vísir/Getty Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira