Lars: Ég er ekki hetja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2015 22:52 Lars var að vonum sáttur í leikslok. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Strákarnir gerðu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli í kvöld en stigið dugði til að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. „Þetta var erfiður leikur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Þjálfararnir ræddu lítið um leikinn sjálfan á löngum blaðmannafundi í kvöld en þeim mun meira um afrekið sjálft og þýðingu þess. „Mörg lið eiga erfitt með að taka síðasta skrefið en það tókst í kvöld og ég er sérstaklega ánægður með það. Þetta hefur verið algjörlega frábært allt saman en á morgun kemur nýr dagur. Ég veit í raun ekki hvað ég get sagt meira.“ Heimir Hallgrímsson talaði um stolt og þakklæti, rétt eins og Guðmundur Hreiðarsson markvarðaþjálfari. „Ég finn fyrir stolti af því að vera hluti af þessum hópi og vinna með Lars. Við erum heppnir að fá að vinna með þessum kalli.“ „Ég er líka stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið svo mörg afrek að það er ekki hægt að telja þau öll upp. En það sem stendur upp úr er stuðningurinn og frammistaða áhorfenda sem hefur farið vaxandi með hverjum leiknum.“ Lars Lagerbäck er í guðatölu hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og erlendum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um ummæli þess efnis að sjálfsagt gæti hann fengið stuðning þjóðarinnar til að gerast forseti Íslands, kjósi hann að bjóða sig fram í embættið. „Ég er ekki hetja,“ sagði Lagerbäck á fundinum í kvöld. Hann segist þó finna vel fyrir velvildinni í sinn garð. „Það hafa allir staðið sig svo vel. Ekki bara við þjálfararnir heldur líka félögin, yngri landsliðin og svo margir aðrir. Það hefur verið skrifað um hetjur en þetta er fyrst og fremst afrakstur mikillar vinnu.“ „Margir halda að þetta séu töfrar en þetta er niðurstaða mikillar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á frábæra knattspyrnumenn. Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel, að ég tel.“Lars gaf leikmönnum rými til að fagna.Vísir/VilhelmHeimir: Fannst Lars stefna mjög hátt Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir tæpum fjórum árum síðan. Á hans fyrsta fundi sagði hann frá þeim markmiðum sínum að koma liðinu á HM í Brasilíu. Sjálfsagt áttu einhverjir leikmenn erfitt með að trúa því. Heimir Hallgrímsson, sem þá var aðstoðarþjálfari, viðurkenndi að hann hafi verið einn þeirra. „Ég hélt að hann væri pínu klikkaður,“ sagði Heimir og uppskar hlátur blaðamanna. „Hann sagðist vilja koma liðinu í 50. sæti á heimslista FIFA [Ísland er nú í 23. sæti] og mér fannst hann stefna mjög hátt.“ Lagerbäck sagði að skilaboð sín til leikmanna hafi ávallt verið einföld. „Ef við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við gerum það alltaf þá er mögulegt að komast á stórmót. Mér fannst að leikmenn taka þennan boðskap til sín.“ Heimir segir að það hafi verið vendipunktur að tapa fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014 í Brasilíu. „Við lærðum gríðarlega mikið á þeim leik. Eftir hann trúðum við að við gætum þetta.“Lars er afar hrifinn af Gylfa.Vísir/VilhelmGylfi Þór Sigurðsson hefur verið að öðrum leikmönnum ólöstuðum einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Framan af var Gylfi í hinum ýmsu stöðum á vellinum þar til að hann var settur við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni. „Við gerðum það sama með Fredrik Ljungberg [í sænska landsliðinu] á sama tíma. Hann vildi alltaf spila á miðjunni en við settum hann á kantinn. Það var röng ákvörðun.“ „Þegar við settum Gylfa loksins á miðjunna þá fór okkur að ganga betur. Allir okkar leikmenn eru góðir en Gylfi er sérstakur. Hann er góður fótboltamaður en vinnusemi hans og varnarvinna er frábær.“ Hann segir að það hafi verið mikilvægt að finna öllum leikmönnum rétt hlutverk - ekki bara Gylfa. „Þegar maður er ekki með lið sem er samansett af gríðarlega sterkum einstaklingum þá er mikilvægt að búa til sterka liðsheild þar sem hver leikmaður getur fundið að hver einasti leikmaður hafi sitt fram að færa og geti gett sitt besta fyrir liðið. Það er það sem ég og Heimir höfum ávallt reynt að gera.“Landsliðsþjálfararnir tveir, Lars og Heimir, þakka hér stuðninginn í kvöld.Vísir/VilhelmLars: Viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært Hann segir að oft hafi æfingar þjálfaranna verið leiðinlegar. „Mikið um tæknilegar æfingar og endurtekningar. En viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært. Það er engin fýla í þeim og þeir standa sig ávallt eins og fagmenn á æfingum. Það skiptir líka máli.“ Þjálfararnir ræddu einnig um hltuverk Ara Freys Skúlasonar. Hann var að spila sem miðjumaður þegar hann var skyndilega settur í stöðu vinstri bakvarðar og honum ætlað að læra að spila þá stöðu fyrir íslenska landsliðið. „Við vorum neyddir til að taka þessa ákvörðun því við vorum ekki með örvfættan leikmann í þessari stöðu,“ sagði Lagerbäck. Heimir skaut því inn að það hafi verið Luka Kostic, fyrrum þjálfari U-21 liðs Íslands, sem stakk upp á því að prófa Ara í þeirri stöðu. „Þar fengum við fyrstu vísbendinguna og síðan þá hefur þetta gengið eftir.“ Lagerbäck lauk svo blaðamannafundinum með einföldum skilaboðum til blaðamanna: „Ekki gleyma, gott fólk. Á morgun kemur nýr dagur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Ísland er komið í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Strákarnir gerðu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli í kvöld en stigið dugði til að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. „Þetta var erfiður leikur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Þjálfararnir ræddu lítið um leikinn sjálfan á löngum blaðmannafundi í kvöld en þeim mun meira um afrekið sjálft og þýðingu þess. „Mörg lið eiga erfitt með að taka síðasta skrefið en það tókst í kvöld og ég er sérstaklega ánægður með það. Þetta hefur verið algjörlega frábært allt saman en á morgun kemur nýr dagur. Ég veit í raun ekki hvað ég get sagt meira.“ Heimir Hallgrímsson talaði um stolt og þakklæti, rétt eins og Guðmundur Hreiðarsson markvarðaþjálfari. „Ég finn fyrir stolti af því að vera hluti af þessum hópi og vinna með Lars. Við erum heppnir að fá að vinna með þessum kalli.“ „Ég er líka stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið svo mörg afrek að það er ekki hægt að telja þau öll upp. En það sem stendur upp úr er stuðningurinn og frammistaða áhorfenda sem hefur farið vaxandi með hverjum leiknum.“ Lars Lagerbäck er í guðatölu hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og erlendum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um ummæli þess efnis að sjálfsagt gæti hann fengið stuðning þjóðarinnar til að gerast forseti Íslands, kjósi hann að bjóða sig fram í embættið. „Ég er ekki hetja,“ sagði Lagerbäck á fundinum í kvöld. Hann segist þó finna vel fyrir velvildinni í sinn garð. „Það hafa allir staðið sig svo vel. Ekki bara við þjálfararnir heldur líka félögin, yngri landsliðin og svo margir aðrir. Það hefur verið skrifað um hetjur en þetta er fyrst og fremst afrakstur mikillar vinnu.“ „Margir halda að þetta séu töfrar en þetta er niðurstaða mikillar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á frábæra knattspyrnumenn. Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel, að ég tel.“Lars gaf leikmönnum rými til að fagna.Vísir/VilhelmHeimir: Fannst Lars stefna mjög hátt Lagerbäck var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir tæpum fjórum árum síðan. Á hans fyrsta fundi sagði hann frá þeim markmiðum sínum að koma liðinu á HM í Brasilíu. Sjálfsagt áttu einhverjir leikmenn erfitt með að trúa því. Heimir Hallgrímsson, sem þá var aðstoðarþjálfari, viðurkenndi að hann hafi verið einn þeirra. „Ég hélt að hann væri pínu klikkaður,“ sagði Heimir og uppskar hlátur blaðamanna. „Hann sagðist vilja koma liðinu í 50. sæti á heimslista FIFA [Ísland er nú í 23. sæti] og mér fannst hann stefna mjög hátt.“ Lagerbäck sagði að skilaboð sín til leikmanna hafi ávallt verið einföld. „Ef við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við gerum það alltaf þá er mögulegt að komast á stórmót. Mér fannst að leikmenn taka þennan boðskap til sín.“ Heimir segir að það hafi verið vendipunktur að tapa fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014 í Brasilíu. „Við lærðum gríðarlega mikið á þeim leik. Eftir hann trúðum við að við gætum þetta.“Lars er afar hrifinn af Gylfa.Vísir/VilhelmGylfi Þór Sigurðsson hefur verið að öðrum leikmönnum ólöstuðum einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppninni. Framan af var Gylfi í hinum ýmsu stöðum á vellinum þar til að hann var settur við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni. „Við gerðum það sama með Fredrik Ljungberg [í sænska landsliðinu] á sama tíma. Hann vildi alltaf spila á miðjunni en við settum hann á kantinn. Það var röng ákvörðun.“ „Þegar við settum Gylfa loksins á miðjunna þá fór okkur að ganga betur. Allir okkar leikmenn eru góðir en Gylfi er sérstakur. Hann er góður fótboltamaður en vinnusemi hans og varnarvinna er frábær.“ Hann segir að það hafi verið mikilvægt að finna öllum leikmönnum rétt hlutverk - ekki bara Gylfa. „Þegar maður er ekki með lið sem er samansett af gríðarlega sterkum einstaklingum þá er mikilvægt að búa til sterka liðsheild þar sem hver leikmaður getur fundið að hver einasti leikmaður hafi sitt fram að færa og geti gett sitt besta fyrir liðið. Það er það sem ég og Heimir höfum ávallt reynt að gera.“Landsliðsþjálfararnir tveir, Lars og Heimir, þakka hér stuðninginn í kvöld.Vísir/VilhelmLars: Viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært Hann segir að oft hafi æfingar þjálfaranna verið leiðinlegar. „Mikið um tæknilegar æfingar og endurtekningar. En viðhorf strákanna hefur alltaf verið frábært. Það er engin fýla í þeim og þeir standa sig ávallt eins og fagmenn á æfingum. Það skiptir líka máli.“ Þjálfararnir ræddu einnig um hltuverk Ara Freys Skúlasonar. Hann var að spila sem miðjumaður þegar hann var skyndilega settur í stöðu vinstri bakvarðar og honum ætlað að læra að spila þá stöðu fyrir íslenska landsliðið. „Við vorum neyddir til að taka þessa ákvörðun því við vorum ekki með örvfættan leikmann í þessari stöðu,“ sagði Lagerbäck. Heimir skaut því inn að það hafi verið Luka Kostic, fyrrum þjálfari U-21 liðs Íslands, sem stakk upp á því að prófa Ara í þeirri stöðu. „Þar fengum við fyrstu vísbendinguna og síðan þá hefur þetta gengið eftir.“ Lagerbäck lauk svo blaðamannafundinum með einföldum skilaboðum til blaðamanna: „Ekki gleyma, gott fólk. Á morgun kemur nýr dagur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45
Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35
Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48
Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07
Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29
Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn