Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2015 22:07 Lars og Heimir að leik loknum. Vísir/Vilhelm "Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
"Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56
Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45
Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48
Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55
Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00