Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2015 20:42 Úr leiknum í kvöld Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29