Heimir: Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist? Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 12:24 Heimir og Lars eru að gera frábæra hluti. vísir/vísir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari Íslands, segir að fólk megi ekki alveg missa sig í gleðinni þrátt fyrir góða stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann segir að sambandið hafi lært á viðureigninni gegn Króatíu og að það megi ekki gera sömu mistök og þá. „Ég vil hvetja ykkur fjölmiðlamennina að horfa á leikinn hjá Kasaktan gegn Tékklandi. Það hafa orðið sjö breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum gegn okkur og þeirra lið er í mikilli framför. Ég verð að hrósa þjálfaranum þeirra, Yuri Krasnozhan. Hann hefur gert mjög góða hluti,” sagði Heimir við fjölmiðlamenn. Ísland gæti tryggt sér sæti á EM fyrir leikinn á morgun og segir Heimir að það gæti reynst erfitt að halda mönnum frá úrslitunum í hinum leikjunum. Þeir hefjast á undan leik Íslands og Kazaka. „Það er erfitt í þessum heimi í dag. Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist. Það er mjög erfitt að halda upplýsingum frá leikmönnum, en það er líka bara eðlilegt að menn vilji vita hvort þeir séu komnir í lokakeppni EM.”Sjá meira: Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga Erlendur blaðamaður spurrði hvernig samband Lars og Heimis sé. Heimir sagði að þeir myndu vega hvorn annan upp í styrkleikum og veikleikum, en hann vildi þó helst tala um leikinn sem framundan er á morgun. „Það er eðlilegt að allir vilji taka þátt í gleðinni, en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Við megum ekki detta í það daginn fyrir partýið. Við þurfum eitt stig í viðbót.” „Við erum búnir að læra af síðari leiknum gegn Króatíu. Við gerðum vel í fyrri leiknum, en svo fóru skrípalæti í gang í kringum allt. Sambandið er búið að læra af því. Við viljum hleypa fólki að okkur, en við verðum að fá að einbeita og undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Heimir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði með liðinu fyrir síðari leikinn gegn Króatíu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, spurði Heimi hvort hann fengi að borða með liðinu: „Ég veit ekki hvort við getum stöðvað hann, en við getum þá tekið hann í mat seinna,” sagði Heimir við mikil hlátursköll. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari Íslands, segir að fólk megi ekki alveg missa sig í gleðinni þrátt fyrir góða stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann segir að sambandið hafi lært á viðureigninni gegn Króatíu og að það megi ekki gera sömu mistök og þá. „Ég vil hvetja ykkur fjölmiðlamennina að horfa á leikinn hjá Kasaktan gegn Tékklandi. Það hafa orðið sjö breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum gegn okkur og þeirra lið er í mikilli framför. Ég verð að hrósa þjálfaranum þeirra, Yuri Krasnozhan. Hann hefur gert mjög góða hluti,” sagði Heimir við fjölmiðlamenn. Ísland gæti tryggt sér sæti á EM fyrir leikinn á morgun og segir Heimir að það gæti reynst erfitt að halda mönnum frá úrslitunum í hinum leikjunum. Þeir hefjast á undan leik Íslands og Kazaka. „Það er erfitt í þessum heimi í dag. Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist. Það er mjög erfitt að halda upplýsingum frá leikmönnum, en það er líka bara eðlilegt að menn vilji vita hvort þeir séu komnir í lokakeppni EM.”Sjá meira: Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga Erlendur blaðamaður spurrði hvernig samband Lars og Heimis sé. Heimir sagði að þeir myndu vega hvorn annan upp í styrkleikum og veikleikum, en hann vildi þó helst tala um leikinn sem framundan er á morgun. „Það er eðlilegt að allir vilji taka þátt í gleðinni, en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Við megum ekki detta í það daginn fyrir partýið. Við þurfum eitt stig í viðbót.” „Við erum búnir að læra af síðari leiknum gegn Króatíu. Við gerðum vel í fyrri leiknum, en svo fóru skrípalæti í gang í kringum allt. Sambandið er búið að læra af því. Við viljum hleypa fólki að okkur, en við verðum að fá að einbeita og undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Heimir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði með liðinu fyrir síðari leikinn gegn Króatíu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, spurði Heimi hvort hann fengi að borða með liðinu: „Ég veit ekki hvort við getum stöðvað hann, en við getum þá tekið hann í mat seinna,” sagði Heimir við mikil hlátursköll.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira