Táfýlublæti og tvíhyggja Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. september 2015 12:00 Móa Hjartardóttir Fréttablaðið/ Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira