H&M gerir línu úr endurunnum fötum Ritstjórn skrifar 4. september 2015 14:30 Sænski fatarisinn hefur síðan 2013 hvatt viðskiptavini sína til þess að safna saman gömlum fötum, í hvaða ástandi sem er, koma með þau í næstu verslun þar sem þeim er safnað saman og í staðinn fá 15% afslátt af næstu kaupum í búðinni. Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu. Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born. Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn. Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.Flottur samfestingur úr línunniFlottur gallajakki fyrir haustiðHefðum ekkert á móti því að eignast þessar smekkbuxur.Klassiskar gallabuxur sem ganga við alltFylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour "Ekki séns að hún sé ómáluð“ Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour
Sænski fatarisinn hefur síðan 2013 hvatt viðskiptavini sína til þess að safna saman gömlum fötum, í hvaða ástandi sem er, koma með þau í næstu verslun þar sem þeim er safnað saman og í staðinn fá 15% afslátt af næstu kaupum í búðinni. Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu. Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born. Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn. Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.Flottur samfestingur úr línunniFlottur gallajakki fyrir haustiðHefðum ekkert á móti því að eignast þessar smekkbuxur.Klassiskar gallabuxur sem ganga við alltFylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour "Ekki séns að hún sé ómáluð“ Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour