Fyrstu Tesla Model X afhentir 29. september Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2015 13:36 Tesla Model X. Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent
Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent