Bretland mun taka á móti þúsundum flóttamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2015 11:23 Sýrlenskir flóttamenn sem hafa komist hafa yfir til Tyrklands. vísir/getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00