Danny Blind, þjálfari hollenska landsliðsins, er búinn að tilkynna fyrsta byrjunarlið sitt sem þjálfari hollenska landsliðsins en hann valdi Klaas-Jan Huntelaar í stað Robin Van Persie í fremstu röð.
Blind sem tók við liðinu af Guus Hiddink á dögunum treystir syni sínum fyrir vinstri bakvarðastöðunni áfram en Holland teflir fram sömu varnarlínu og í leiknum á Laugardalsvelli.
Georginio Wijnaldum, leikmaður Newcastle og Davy Klaasen, leikmaður Ajax, koma inn á miðjuna og fær Memphis Depay, leikmaður Manchester United, tækifæri út á kantinum hinu megin við Arjen Robben, fyrirliða liðsins.
Byrjunarlið Hollands:
Jasper Cillessen
Gregory Van der Wiel
Stefan De Vrij
Bruno Martins Indi
Danny Blind
Georginio Wijnaldum
Davy Klaassen
Wesley Sneijder
Arjen Robben, fyrirliði
Memphis Depay
Klaas-Jan Huntelaar.
