Ekki með neina stæla Gunar Leó Pálsson skrifar 4. september 2015 08:00 Strákarnir í Diktu eru spenntir fyrir því að nýjasta platan þeirra komi út. „Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira