„Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Ritstjórn skrifar 3. september 2015 10:30 „Þetta var svolítið eins og að vera í öskubuskuævintýri. Maður fór bara beint úr reiðbuxunum í flott dress, svo var þetta allt í einu búið,“ segir Lilja Pálmadóttir eiginkona leikstjórans Baltasars Kormáks. Þau voru stödd á frumsýningu nýjustu kvikmyndar Baltasars, Everest, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Lilja klæddist glæsilegum hvítum kjól úr smiðju Alexander McQueen. Dresscode á hátíðinni var Black tie gala. „Ég var nú ekki lengi að finna hann, tók mig kannski tvo daga.“Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPHún segir þetta hafa verið mjög sérstaka reynslu að ganga rauða dregilinn. „Þetta var svolítið taugatrekkjandi, en mikið ævintýri. Maður er nú ekkert vanur að ganga svona dregil svo maður þurfti að setja sig í ákveðnar stellingar og svo bara hent út í djúpu laugina.“ Lilja er að vonum stolt af sínum manni. „Þetta er ógeðslega flott hjá honum, þetta er búið að vera mikil vinna og mikið álag á alla sem koma að gerð svona stórvirkis sem þessi mynd er. Ég er rosalega stolt.“ Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Solange Knowles ekki síðri tískudrottning en systir sín Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Sýna stríðsátök í íslenskum veruleika Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour "Ekkert jafn áhugavert og venjulegt fólk“ Glamour Svala stíliserar sig sjálf á Eurovision Glamour Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Glamour
„Þetta var svolítið eins og að vera í öskubuskuævintýri. Maður fór bara beint úr reiðbuxunum í flott dress, svo var þetta allt í einu búið,“ segir Lilja Pálmadóttir eiginkona leikstjórans Baltasars Kormáks. Þau voru stödd á frumsýningu nýjustu kvikmyndar Baltasars, Everest, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Lilja klæddist glæsilegum hvítum kjól úr smiðju Alexander McQueen. Dresscode á hátíðinni var Black tie gala. „Ég var nú ekki lengi að finna hann, tók mig kannski tvo daga.“Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.Vísir/AFPHún segir þetta hafa verið mjög sérstaka reynslu að ganga rauða dregilinn. „Þetta var svolítið taugatrekkjandi, en mikið ævintýri. Maður er nú ekkert vanur að ganga svona dregil svo maður þurfti að setja sig í ákveðnar stellingar og svo bara hent út í djúpu laugina.“ Lilja er að vonum stolt af sínum manni. „Þetta er ógeðslega flott hjá honum, þetta er búið að vera mikil vinna og mikið álag á alla sem koma að gerð svona stórvirkis sem þessi mynd er. Ég er rosalega stolt.“ Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Solange Knowles ekki síðri tískudrottning en systir sín Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Glamour Sýna stríðsátök í íslenskum veruleika Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour "Ekkert jafn áhugavert og venjulegt fólk“ Glamour Svala stíliserar sig sjálf á Eurovision Glamour Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Glamour