Borgin ætlar ekki að fækka lundabúðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. september 2015 07:00 Vísir/Garðar „Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
„Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira