Ari Freyr: Gott að menn geti hlegið að krömpunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 20:30 Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00