
Hanni Hanna gefur sig út fyrir að vera rakari íþróttamanna og stjarnanna en hann er með um sex þúsund fylgjendur á Twitter og 20 þúsund á Instagram. Hann fékk mynd af sér með Kolbeini nýklipptum og áritaða treyju frá strákunum.
Hanna var ekki lengi að deila myndinni af sér og Kolbeinin, sem spilaði í fjögur ár með Ajax, á bæði Twitter og Instagram. Þar segir hann að strákarnir með „Hanna“-klippinguna muni berjast í leiknum annað kvöld.