Bæjarins bestu í lausu lofti Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 10:00 Vegna hótelbygginga á reitnum þar sem Bæjarins bestu-pylsuvagninn frægi stendur, þarf að færa hann til. Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira