Hjálpum þeim Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. september 2015 09:30 Þúsundir Íslendinga hafa undanfarna daga boðið fram aðstoð sína til hjálpar sýrlensku flóttafólki. Á Facebook-síðunni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar hefur fólk boðið fram allt frá húsaskjóli, fötum til kennslu og vináttu til handa flóttafólki. Fólk sem á lítið sem ekkert hefur boðið fram allt sem það getur. Þessi ótrúlegi samtakamáttur er lýsandi fyrir þjóð okkar og nokkuð sem við eigum að vera stolt af. Við stöndum saman þegar reynir á. Og sá samtakamáttur má skila sér út í heim. Þó heyrast raddir þeirra sem þykir nóg um og segja að við eigum fyrst að hjálpa Íslendingum. Hér sé fullt af fólki sem eigi ekki í sig og á. Það er alveg rétt að hér er fólk sem mætti hafa það betra. Það er dýrt að lifa og búa á Íslandi. Margir öryrkjar hafa það skítt og margir eldri borgarar líka. Hins vegar skortir okkur ekki neitt. Hér eru góð úrræði fyrir þá sem minna mega sín. Öryggisnet Íslendinga er gott. Hér getur fólk fengið hjálp frá hjálparstofnunum, bæði við að fá húsaskjól, fæði og klæði. Það eru auðvitað ekki kjöraðstæður og getur verið niðurlægjandi fyrir þann sem þarf að sækja sér þannig aðstoð. Auðvitað ætti það ekki að vera þannig. En við erum samt á lífi. Við þurfum ekki að flýja stríð. Við erum örugg. Á Íslandi hafa allir skjól á einhvern hátt. Annað en hægt er að segja um flóttamenn, sem flýja heimalandið þar sem ríkir stríðsástand og þeirra bíður ekkert nema dauðinn. Nú þegar hafa allt of margir dáið. Við erum öll manneskjur og lifum saman í einum heimi. Öll mannslíf skipta máli; íslensk og sýrlensk. Við eigum að hjálpa þeim sem minna mega sín, hvaðan sem þeir koma úr heiminum. Myndum við ekki vilja aðstoð ef við værum í sömu sporum? Við getum og við eigum að hjálpa þessu fólki að öðlast nýtt líf. Það er beinlínis skylda okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Þúsundir Íslendinga hafa undanfarna daga boðið fram aðstoð sína til hjálpar sýrlensku flóttafólki. Á Facebook-síðunni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar hefur fólk boðið fram allt frá húsaskjóli, fötum til kennslu og vináttu til handa flóttafólki. Fólk sem á lítið sem ekkert hefur boðið fram allt sem það getur. Þessi ótrúlegi samtakamáttur er lýsandi fyrir þjóð okkar og nokkuð sem við eigum að vera stolt af. Við stöndum saman þegar reynir á. Og sá samtakamáttur má skila sér út í heim. Þó heyrast raddir þeirra sem þykir nóg um og segja að við eigum fyrst að hjálpa Íslendingum. Hér sé fullt af fólki sem eigi ekki í sig og á. Það er alveg rétt að hér er fólk sem mætti hafa það betra. Það er dýrt að lifa og búa á Íslandi. Margir öryrkjar hafa það skítt og margir eldri borgarar líka. Hins vegar skortir okkur ekki neitt. Hér eru góð úrræði fyrir þá sem minna mega sín. Öryggisnet Íslendinga er gott. Hér getur fólk fengið hjálp frá hjálparstofnunum, bæði við að fá húsaskjól, fæði og klæði. Það eru auðvitað ekki kjöraðstæður og getur verið niðurlægjandi fyrir þann sem þarf að sækja sér þannig aðstoð. Auðvitað ætti það ekki að vera þannig. En við erum samt á lífi. Við þurfum ekki að flýja stríð. Við erum örugg. Á Íslandi hafa allir skjól á einhvern hátt. Annað en hægt er að segja um flóttamenn, sem flýja heimalandið þar sem ríkir stríðsástand og þeirra bíður ekkert nema dauðinn. Nú þegar hafa allt of margir dáið. Við erum öll manneskjur og lifum saman í einum heimi. Öll mannslíf skipta máli; íslensk og sýrlensk. Við eigum að hjálpa þeim sem minna mega sín, hvaðan sem þeir koma úr heiminum. Myndum við ekki vilja aðstoð ef við værum í sömu sporum? Við getum og við eigum að hjálpa þessu fólki að öðlast nýtt líf. Það er beinlínis skylda okkar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun