Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 12:23 Fimm ráðherrar eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherrar munu sitja fundi hennar eftir því sem tilefni þykir til. vísir/gva Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. „Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. „Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30