Tvær vikur eru í tískuvikuna í New York og hefur sýning The Row, fatamerki þeirra systra, yfirleitt verið einn af hápunktum vikunnar. En í ár verður The Row sýnt á pöllunum í París í staðinn.
Ákvörðunin hefur verið tekin í flýti þar sem merkið er ennþá á dagskránni hjá NYFW og þykir koma nokkuð spánskt fyrir sjónir þeirra sem til þekkja þar sem fyrirhugað er að opna The Row verslun í New York síðar á þessu ári.
En þá er bara að bíða spennt eftir að sjá þær systur og flotta fatamerki þeirra í París í staðinn.
Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.