Lögregla í Slóveníu beitti piparúða gegn flóttafólki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. september 2015 11:16 Ungverjar saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð. Vísir/EPA Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir það. Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu. Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þúsundir flóttamanna, sem freista þess að komast til Austurríkis og Þýskalands í gegnum Balkanskaga, hafi gist á lestarstöðum og jafnvel undir berum himni við þjóðvegi og landamærastöðvar. Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur hingað til algjörlega mistekist að koma á samkomulagi um hvernig skuli takast á við vandann. Þannig hafa lönd eins og Ungverjaland, Slóvenía og Króatía, sem er eitt af fátækustu löndum sambandsins, gripið til þess að takmarka straum flóttafólks yfir landamæri sín eða hreinlega loka þeim líkt og Ungverjaland hefur nú gert. Þarlend yfirvöld tilkynntu í morgun að búið væri að reisa grindverk og draga gaddavír meðfram rúmlega fjörutíu kílómetra löngum landamærum landsins að Króatíu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hælisumsóknum fjölgað um áttatíu og fimm prósent í sambandinu frá sama tíma á síðasta ári. Í gögnum Eurostat kemur fram að heildarfjöldi hælisumsóknar á öðrum ársfjórðungi tvö þúsund og fimmtán nam tvö hundruð og þrettán þúsund. Evrópusambandið hefur boðað til neyðarfundar vegna flóttamannavandans og mun hann fara fram næstkomandi miðvikudag. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00 Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34 Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir það. Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu. Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þúsundir flóttamanna, sem freista þess að komast til Austurríkis og Þýskalands í gegnum Balkanskaga, hafi gist á lestarstöðum og jafnvel undir berum himni við þjóðvegi og landamærastöðvar. Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur hingað til algjörlega mistekist að koma á samkomulagi um hvernig skuli takast á við vandann. Þannig hafa lönd eins og Ungverjaland, Slóvenía og Króatía, sem er eitt af fátækustu löndum sambandsins, gripið til þess að takmarka straum flóttafólks yfir landamæri sín eða hreinlega loka þeim líkt og Ungverjaland hefur nú gert. Þarlend yfirvöld tilkynntu í morgun að búið væri að reisa grindverk og draga gaddavír meðfram rúmlega fjörutíu kílómetra löngum landamærum landsins að Króatíu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hælisumsóknum fjölgað um áttatíu og fimm prósent í sambandinu frá sama tíma á síðasta ári. Í gögnum Eurostat kemur fram að heildarfjöldi hælisumsóknar á öðrum ársfjórðungi tvö þúsund og fimmtán nam tvö hundruð og þrettán þúsund. Evrópusambandið hefur boðað til neyðarfundar vegna flóttamannavandans og mun hann fara fram næstkomandi miðvikudag.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00 Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34 Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00
Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34
Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00
Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32