Handbolti

Sigurbergur tryggði Holstebro sigurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurbergur í baráttunni með íslenska landsliðinu gegn því danska á HM í Katar.
Sigurbergur í baráttunni með íslenska landsliðinu gegn því danska á HM í Katar. vísir/eva björk
Sigurbergur Sveinsson tryggði Team Tvis Holstebro sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Staðan var 27-27 og fjórar sekúndur eftir þegar Sigurbergur tók af skarið og skoraði sitt sjöunda mark í leiknum og sá til þess að Holstebro fékk stigin tvö.

„Þetta var yndislegt, ég veit ekki hvað maður á að segja. Þetta harður slagur og ég er ánægður með sigurinn og stigin tvö,“ sagði Sigurbergur í samtali við TV2 eftir leikinn.

Sigurbergur er á sínu fyrsta tímabili með Holstebro en hann kom til liðsins frá Erlengan í Þýskalandi í sumar. Sigurbergur er næstmarkahæsti leikmaður Holstebro í deildinni í vetur með 18 mörk í fjórum leikjum.

Unglingalandsliðsmaðurinn Egill Magnússon skoraði eitt mark fyrir Holstebro sem er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, aðeins einu stigi á eftir toppliði Bjerringbro-Silkeborg.

Fyrrverandi samherji Sigurbergs hjá Haukum, Árni Steinn Steinþórsson, skoraði fjögur mörk fyrir SönderjyskE sem er í 4. sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×