Skot á umdeildustu förðunartísku síðasta árs? Ritstjórn skrifar 15. september 2015 12:00 Hönnuður Hood By Air, Shayne Oliver, hefur aldrei verið þekktur fyrir að fylgja straumnum. Á því var engin undantekning á sýningu merkisins á tískuvikunni í New York í gær. Fyrirsæturnar skörtuðu óblönduðu „contouring„ eða skyggingu, sem hefur verið gríðarlega vinsæl síðastliðið ár. Tilgangur förðunarinnar er að móta andlitið upp á nýtt með dökkum og ljósum farða í fegurðarskyni. Förðunin á fyrirsætunum hefur vægast sagt vakið mikla athygli, en það var förðunarmeistari MAC, Inge Grognard, sem á heiðurinn af henni.Skyggingarförðunin er oftast tengd við þekkta fjölskyldu úr raunveruleikaþætti, og vegna þeirra hefur þessi förðun orðið gríðarlega vinsæl hjá förðunarmeisturum og stúlkum um allan heim. Segist Grognard ekki skilja hversvegna ungar stúlkur, sem eru næstum því fullkomnar fyrir, noti þessa förðunaraðferð til að verða enn fullkomnari. Hvort sem þetta er skot á þessa ágætu förðunaraðferð eða hvað, þá er gaman að sjá að einhver hefur húmor fyrir þessu. Glamour Fegurð Mest lesið Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Heimsfrægar forsíðustúlkur ASOS Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Victoria Beckham hannar fyrir Target Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Klassík sem endist Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour
Hönnuður Hood By Air, Shayne Oliver, hefur aldrei verið þekktur fyrir að fylgja straumnum. Á því var engin undantekning á sýningu merkisins á tískuvikunni í New York í gær. Fyrirsæturnar skörtuðu óblönduðu „contouring„ eða skyggingu, sem hefur verið gríðarlega vinsæl síðastliðið ár. Tilgangur förðunarinnar er að móta andlitið upp á nýtt með dökkum og ljósum farða í fegurðarskyni. Förðunin á fyrirsætunum hefur vægast sagt vakið mikla athygli, en það var förðunarmeistari MAC, Inge Grognard, sem á heiðurinn af henni.Skyggingarförðunin er oftast tengd við þekkta fjölskyldu úr raunveruleikaþætti, og vegna þeirra hefur þessi förðun orðið gríðarlega vinsæl hjá förðunarmeisturum og stúlkum um allan heim. Segist Grognard ekki skilja hversvegna ungar stúlkur, sem eru næstum því fullkomnar fyrir, noti þessa förðunaraðferð til að verða enn fullkomnari. Hvort sem þetta er skot á þessa ágætu förðunaraðferð eða hvað, þá er gaman að sjá að einhver hefur húmor fyrir þessu.
Glamour Fegurð Mest lesið Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Heimsfrægar forsíðustúlkur ASOS Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Victoria Beckham hannar fyrir Target Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Klassík sem endist Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour