Konur hér og nú í 30 ár Magnús Guðmundsson skrifar 15. september 2015 11:30 Anna Jóa sýningarstjóri á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Visir/GVA Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræðingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvennasamhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna en í dag er tilefnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af listamönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlistinni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar myndlistarkonur sem hafa verið missýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvennaverk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttisbaráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlutinn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmyndin að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna.Kvennasamhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningarinnar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunarferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjátíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kynslóðinni og stöðu þeirra í myndlistarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfaldlega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þannig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“ Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræðingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvennasamhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna en í dag er tilefnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af listamönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlistinni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar myndlistarkonur sem hafa verið missýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvennaverk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttisbaráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlutinn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmyndin að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna.Kvennasamhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningarinnar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunarferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjátíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kynslóðinni og stöðu þeirra í myndlistarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfaldlega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þannig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira