Ungverjar loka landamærunum að Serbíu Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2015 16:06 Þessum gaddavírsklædda gámi verður komið fyrir á landamærunum til að hindra straum flóttafólks frá Serbíu til Ungverjalands. Vísir/EPA Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin. Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu. Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar. Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna. Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun. Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin. Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu. Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar. Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna. Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun. Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57