Hafa fjórum sinnum bjargað ferðamönnum á viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 14:29 Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitarmönnum á Höfn í Hornafirði síðastliðna viku. Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13
Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07
Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44
Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03
Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15