Fótbolti

Haukur Heiðar og félagar á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Heiðar í leik með KR áður en hann fór út til AIK.
Haukur Heiðar í leik með KR áður en hann fór út til AIK. vísir/daníel
Haukur Heiðar Hauksson og félagar í AIK tylltu sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 4-2 sigri á Falkenbergs FF í dag.

Fredrik Brustad kom AIK yfir og Hentok Goiton tvöfaldaði forystuna. Davdid Svensson minnkaði svo munin fyrir Falkenbergs, en Henok Goitom og Mohammed Bangura gerðu út um leikinn.

Stefan Rodevaag minnkaði svo aftur muninn fyrir Falkenbergs alveg undir lok leiksins og lokatölur 4-2. AIK á toppnum, á markatölu, en þeir eru með jafn mörg stig og Norrköping.

Malmö og Elfsborg gerðu 1-1 jafntefli á Swedbank-leikvanginum. Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Malmö sem tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Malmö í fimmta sætinu með 41 stig, sjö stigum frá toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×