Handbolti

Sigurbergur og Egill höfðu betur gegn Guðmundi og Agnari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurbergur í leik með landsliðinu.
Sigurbergur í leik með landsliðinu. vísir/ernir
Ellefu íslensk mörk litu dagsins ljós í sigri Team Tvis Holstebro á Mors-Thy Håndbold í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Team Tvis Holstebro leiddi meðal annars 10-7 eftir stundarfjórðung og var með öll tök á leiknum. Þeir leiddu svo í hálfleik með sex marka mun, 18-12, eftir að hafa unnið lokamínúturnar í fyrri hálfleik 6-2.

Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, en Mors-Thy náði aðeins að minnka muninn undir lok leiksins. Lokatölur urðu þó fjögurra marka sigur Team Tvis, 28-24.

Sigurbergur Sveinsson gerði fimm mörk fyrir Team Tvis og Egill Magnússon bætti við tveimur. Agnar Smári Jónsson gerði eitt fyrir Mors-Thy auk þess sem Guðmundur Árni Ólafsson gerði þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×