Fótbolti

Glódís og stöllur hennar færast nær meistaratitlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís og stöllur hennar eru í kjörstöðu til að vinna sænska meistaratitilinn.
Glódís og stöllur hennar eru í kjörstöðu til að vinna sænska meistaratitilinn. vísir/daníel
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United náðu í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 0-2 sigur á Hammarby á útivelli.

Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna sem hefur haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum.

Kamerúnski framherjinn Gaelle Enganamouit, sem sló í gegn á HM í Kanada í sumar, skoraði bæði mörk Eskilstuna í kvöld en hún er markahæst í deildinni með 16 mörk.

Sjá einnig: Fyndinn karakter sem er til í allt

Eskilstuna er nú komið með 43 stig, fjórum stigum meira en meistarar Rosengård sem eru í 2. sæti. Bæði lið eiga eftir að leika fjóra leiki á tímabilinu.

Glódís, sem kom til Eskilstuna frá Stjörnunni fyrir tímabilið, hefur leikið alla 18 leiki liðsins í deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×