Nýr jepplingur frá Borgward Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 16:29 Borgward BX7 jepplingurinn er sláandi líkur Audi Q5. Borgward er þýskur bílaframleiðandi í Stuttgart sem varð gjaldþrota fyrir um hálfri öld síðan og framleiddi bíla ætlaða millistéttinni. Nú er búið að vekja aftur upp þetta lítt kunna bílamerki og það með stuðningi frá kínverskum fjárfesti. Fyrsti bíllinn frá þeim eftir uppvakninguna er þessi Borgward BX7 jepplingur sem er sláandi líkur Audi Q5 og einmitt beint gegn honum. Hann á að kosta samt miklu minna en Audi Q5, eða 30.000 dollara, 10.000 minna en Q5. Bíllinn er að mörgu leiti svipað búinn og Q5, með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 200 hestöflum, er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra tveggja kúplinga DSG sjálfskiptingu. Einnig má fá bílinn sem Plug-In-Hybrid bíl. Bíllinn er með 360 gráðu myndavél, 12,3 tommu aðgerðaskjá og innbyggt WiFi. Hann er einnig með árekstrarvara, skriðstilli og búnað sem varar við hættu vegna gangandi vegfarenda. Ekki kemur fram hvort bíllinn er smíðaður í Stuttgart eða í Kína. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Borgward er þýskur bílaframleiðandi í Stuttgart sem varð gjaldþrota fyrir um hálfri öld síðan og framleiddi bíla ætlaða millistéttinni. Nú er búið að vekja aftur upp þetta lítt kunna bílamerki og það með stuðningi frá kínverskum fjárfesti. Fyrsti bíllinn frá þeim eftir uppvakninguna er þessi Borgward BX7 jepplingur sem er sláandi líkur Audi Q5 og einmitt beint gegn honum. Hann á að kosta samt miklu minna en Audi Q5, eða 30.000 dollara, 10.000 minna en Q5. Bíllinn er að mörgu leiti svipað búinn og Q5, með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 200 hestöflum, er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra tveggja kúplinga DSG sjálfskiptingu. Einnig má fá bílinn sem Plug-In-Hybrid bíl. Bíllinn er með 360 gráðu myndavél, 12,3 tommu aðgerðaskjá og innbyggt WiFi. Hann er einnig með árekstrarvara, skriðstilli og búnað sem varar við hættu vegna gangandi vegfarenda. Ekki kemur fram hvort bíllinn er smíðaður í Stuttgart eða í Kína.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent