Bylting í dreifileiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 11:50 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur þetta jákvæða þróun fyrir dreifingu. Vísir/Daníel Rúnarsson Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar. Netflix Tækni Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar.
Netflix Tækni Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira