Nýr Nissan Qashqai á sextíu og tveggja sekúndna fresti Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 09:14 Sá fimmhundruðþúsundasti síðan í janúar 2014. Aldrei hafa jafn margir bílar verið framleiddir í Bretlandi á jafn skömmum tíma og gerðist í bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í dag, fimmtudag, þar sem sportjeppinn Nissan Qashqai er framleiddur. Frá því að framleiðsla hófst þar á annarri kynslóð Qashqai í janúar 2014 rann fimm hundruð þúsundasta eintakið af Qashqai af færibandinu í dag. Það er framleiðslumet í breskri bílaframleiðslu því aldrei áður hafa verið framleidd svo mörg eintök þar í landi á svo skömmum tíma sem þessum, eða rúmum 20 mánuðum. Qashqai er nú boðinn í 84 löndum vítt og breitt um heim. Frá því að framleiðsla hófst á annarri kynslóð Qashqai í Sunderland í janúar 2014 hefur nýr bíll komið af færibandinu á sextíu og tveggja sekúndna fresti. Af þeim fjölda hafa um eitt hundrað þúsund eintök (20%) verið seld á mörkuðum í Bretlandi. Sem dæmi af öðrum helstu mörkuðum á meginlandinu hafa verið seldir rúmlega 68 þúsund bílar af annarri kynslóð Qashqai í Frakklandi, yfir 45 þúsund á Ítalíu og rúmlega 42 þúsund á Spáni eða um 31% sölunnar í heild. Þrátt fyrir að Qashqai hafi fyrst og fremst verið hannaður með þarfir Evrópubúa í huga er bíllin einnig mjög vinsæll á öðrum mörkuðum, ekki síst í ýmsum Afríkuríkjum á borð við Úganda og Zambíu svo einhver séu nefnd. Nissan Qashqai kom fyrst fram á sjónarsviðið í desember 2006. Síðan þá hafa verið framleidd 2,5 milljónir eintaka. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á bílnum í Pétursborg í Rússlandi sem ætluð er innanlandsmarkaði þar.Nissan Qashqai í smíðum í Sunderland. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Aldrei hafa jafn margir bílar verið framleiddir í Bretlandi á jafn skömmum tíma og gerðist í bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í dag, fimmtudag, þar sem sportjeppinn Nissan Qashqai er framleiddur. Frá því að framleiðsla hófst þar á annarri kynslóð Qashqai í janúar 2014 rann fimm hundruð þúsundasta eintakið af Qashqai af færibandinu í dag. Það er framleiðslumet í breskri bílaframleiðslu því aldrei áður hafa verið framleidd svo mörg eintök þar í landi á svo skömmum tíma sem þessum, eða rúmum 20 mánuðum. Qashqai er nú boðinn í 84 löndum vítt og breitt um heim. Frá því að framleiðsla hófst á annarri kynslóð Qashqai í Sunderland í janúar 2014 hefur nýr bíll komið af færibandinu á sextíu og tveggja sekúndna fresti. Af þeim fjölda hafa um eitt hundrað þúsund eintök (20%) verið seld á mörkuðum í Bretlandi. Sem dæmi af öðrum helstu mörkuðum á meginlandinu hafa verið seldir rúmlega 68 þúsund bílar af annarri kynslóð Qashqai í Frakklandi, yfir 45 þúsund á Ítalíu og rúmlega 42 þúsund á Spáni eða um 31% sölunnar í heild. Þrátt fyrir að Qashqai hafi fyrst og fremst verið hannaður með þarfir Evrópubúa í huga er bíllin einnig mjög vinsæll á öðrum mörkuðum, ekki síst í ýmsum Afríkuríkjum á borð við Úganda og Zambíu svo einhver séu nefnd. Nissan Qashqai kom fyrst fram á sjónarsviðið í desember 2006. Síðan þá hafa verið framleidd 2,5 milljónir eintaka. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á bílnum í Pétursborg í Rússlandi sem ætluð er innanlandsmarkaði þar.Nissan Qashqai í smíðum í Sunderland.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent