Audi selur keppnisbílana Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 15:40 Audi hefur verið einkum sigursælt í þolaksturskeppnum á undanförnum árum og rakað inn sigrum bæði í Le Mans keppninni og á Nürburgring brautinni, en Audi sigraði á þeim báðum í ár. Audi hefur fyrir vikið þurft að smíða allmarga keppnisbíla til að halda úti nokkrum liðum sem keppa á þeirra bílum. Bílunum ætlar Audi nú að fækka og selja á almennum markaði. Um er að ræða 45 eintök af hinum nýlega Audi R8 LMS GT3 keppnisbíl og kostar hvert eintak hans 400.000 dollara, eða tæpar 52 milljónir króna. Samtals er söluandvirði þeirra 2,34 milljarðar. Til að vera gjaldgengir í þolaksturskeppnum þurfa keppnisbílar að vera í grunninn fjöldaframleiddir bílar. Það er þessi keppnisbíll Audi, en hann er byggður á Audi R8 sportbílnum. Það sem meira er, keppniseintök hans eru aflminni en grunngerðin, þ.e. 585 hestöfl, en ekki 620. Keppnisbílarnir eru þó léttari þar sem margt sem fylgir lúxussportbílnum hefur verið hent út og veltigrind komin í staðinn. Vonandi tekst Audi að selja þessi eintök, en hætt er við því að enginn þeirra rati hingað til lands, til þess vantar keppnisbrautirnar. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent
Audi hefur verið einkum sigursælt í þolaksturskeppnum á undanförnum árum og rakað inn sigrum bæði í Le Mans keppninni og á Nürburgring brautinni, en Audi sigraði á þeim báðum í ár. Audi hefur fyrir vikið þurft að smíða allmarga keppnisbíla til að halda úti nokkrum liðum sem keppa á þeirra bílum. Bílunum ætlar Audi nú að fækka og selja á almennum markaði. Um er að ræða 45 eintök af hinum nýlega Audi R8 LMS GT3 keppnisbíl og kostar hvert eintak hans 400.000 dollara, eða tæpar 52 milljónir króna. Samtals er söluandvirði þeirra 2,34 milljarðar. Til að vera gjaldgengir í þolaksturskeppnum þurfa keppnisbílar að vera í grunninn fjöldaframleiddir bílar. Það er þessi keppnisbíll Audi, en hann er byggður á Audi R8 sportbílnum. Það sem meira er, keppniseintök hans eru aflminni en grunngerðin, þ.e. 585 hestöfl, en ekki 620. Keppnisbílarnir eru þó léttari þar sem margt sem fylgir lúxussportbílnum hefur verið hent út og veltigrind komin í staðinn. Vonandi tekst Audi að selja þessi eintök, en hætt er við því að enginn þeirra rati hingað til lands, til þess vantar keppnisbrautirnar.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent