Ber miðja Berglind Pétursdóttir skrifar 28. september 2015 07:00 Magabolir eru loksins komnir aftur í tísku. Fólk sem ólst upp í næntís fagnar af ákefð og finnst gott að láta haustgoluna leika um miðjuna. Sjálf er ég búin að klippa neðan af öllum bolum sem ég fann í skápnum og geng um götur bæjarins með naflann á undan mér. Í skóla nokkrum í Reykjavík hefur hins vegar verið blásið til foreldrafundar og sendur miði heim með krökkunum þess efnis að kviður unglinganna trufli aðra nemendur og kennslu. Nemendur sögðu í fjölmiðlum að kennarar hefðu tekið upp á því að skamma magabolsklædda nemendur fyrir klæðaburð, jafnvel þótt aðeins sæist í rifu af maganum. Nú þekki ég ekki til þess hvernig truflunin á að hafa farið fram. Mögulega hafa táningarnir í sífellu klesst beru kviðholdi upp að samnemendum sínum þar sem þeir sátu við lestur. Kannski hafa þau búið til kleinuhring úr svæðinu í kringum naflann og látið hann syngja hástöfum. Ekki hefur kennari séð sig knúinn til að gera athugasemdir við klæðnaðinn einan og sér? Ég hefði gjarnan viljað gera athugasemdir við kakíbuxur stærðfræðikennara míns í grunnskóla, þær voru of hátt girtar og framkölluðu kameltær bæði að framan og aftan. Ég lét það hins vegar ekki trufla mig, honum leið vel svona og tókst að kenna mér stærðfræði. Á sama tíma var í tísku meðal nemenda að láta G-strengs nærbuxur ná langt upp fyrir buxnastrenginn. Ég held að þessi kennari með magabolsfælnina ætti að prísa sig sælan með trend líðandi stundar. Erum við ekki líka nýbúin að taka þessa umræðu? Förum ekki að gera magann að einhverju meira sexí og tabú svæði en hann er. Þetta er bara bumban á okkur. Og ef sýnileg bumba tánings truflar þig svo að þú átt erfitt með að sinna þinni vinnu er ég nokkuð hrædd um að vandamálið liggi þín megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun
Magabolir eru loksins komnir aftur í tísku. Fólk sem ólst upp í næntís fagnar af ákefð og finnst gott að láta haustgoluna leika um miðjuna. Sjálf er ég búin að klippa neðan af öllum bolum sem ég fann í skápnum og geng um götur bæjarins með naflann á undan mér. Í skóla nokkrum í Reykjavík hefur hins vegar verið blásið til foreldrafundar og sendur miði heim með krökkunum þess efnis að kviður unglinganna trufli aðra nemendur og kennslu. Nemendur sögðu í fjölmiðlum að kennarar hefðu tekið upp á því að skamma magabolsklædda nemendur fyrir klæðaburð, jafnvel þótt aðeins sæist í rifu af maganum. Nú þekki ég ekki til þess hvernig truflunin á að hafa farið fram. Mögulega hafa táningarnir í sífellu klesst beru kviðholdi upp að samnemendum sínum þar sem þeir sátu við lestur. Kannski hafa þau búið til kleinuhring úr svæðinu í kringum naflann og látið hann syngja hástöfum. Ekki hefur kennari séð sig knúinn til að gera athugasemdir við klæðnaðinn einan og sér? Ég hefði gjarnan viljað gera athugasemdir við kakíbuxur stærðfræðikennara míns í grunnskóla, þær voru of hátt girtar og framkölluðu kameltær bæði að framan og aftan. Ég lét það hins vegar ekki trufla mig, honum leið vel svona og tókst að kenna mér stærðfræði. Á sama tíma var í tísku meðal nemenda að láta G-strengs nærbuxur ná langt upp fyrir buxnastrenginn. Ég held að þessi kennari með magabolsfælnina ætti að prísa sig sælan með trend líðandi stundar. Erum við ekki líka nýbúin að taka þessa umræðu? Förum ekki að gera magann að einhverju meira sexí og tabú svæði en hann er. Þetta er bara bumban á okkur. Og ef sýnileg bumba tánings truflar þig svo að þú átt erfitt með að sinna þinni vinnu er ég nokkuð hrædd um að vandamálið liggi þín megin.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun