Nýr forstjóri en áframhaldandi erfiðleikar hjá Volkswagen Sæunn Gísladóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Matthias Muller Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira