Aukin vinnuþjarkavæðing gæti flutt störf frá Kína til vesturlanda Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2015 11:13 Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent
Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent