Meistaramánuðurinn framundan: Vinna í undirstöðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2015 16:30 Þorsteinn Kári Jónsson vísir Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar. Meistaramánuður Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar.
Meistaramánuður Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist