Ævintýrin í hversdagsleikanum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2015 13:30 Dagbjört Drífa Thorlacius. vísir Myndlistarmaðurinn Dagbjört Drífa Thorlacius opnar sína fyrstu, stóru einkasýningu í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi fimmtudaginn 24. september kl. 17. Lífsglíma mannsins hverju sinni markar hann og gerir hann að því sem hann er í öllum sínum margbreytileika. Verkin á sýningu Dagbjartar Drífu Thorlacius varpa ljósi á samferðamenn hennar í tímans rás. Ekki er um eiginlegar persónur að ræða heldur vinnur listamaðurinn úr samansöfnuðu minni sínu myndir af fólki sem hefur orðið á vegi hennar í gegnum lífið. Í verkin fléttast utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif á okkar daglega líf eins og tilfinningar, náttúra, litir og tíðarandi. Hvert verk býr yfir eigin sögu sem myndlistarmaðurinn skráir á tvívíðan flötinn. Sagnabrot koma úr ólíkum áttum líkt og mannverurnar á myndunum en tengjast saman í nýja frásögn með hversdagslegum og ljóðrænum undirtóni. Verk Dagbjartar Drífu eru flest unnin á síðastliðnum fjórum árum með olíulitum á striga og pappaspjöld. Dagbjört Drífa Thorlacius (f. 1980) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA próf í myndlist árið 2004 og með diplómagráðu í listkennslufræðum frá sama skóla árið 2006. Hún nam ljósmyndun við Københavns Tekniske skole og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands árið 2013. Dagbjört Drífa hefur sýnt víða bæði ein og í samvinnu við aðra, komið að ýmsum listtengdum samstarfsverkefnum við erlenda aðila og staðið að útgáfu bókverka. Sýningin stendur til 9. október. Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Dagbjört Drífa Thorlacius opnar sína fyrstu, stóru einkasýningu í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi fimmtudaginn 24. september kl. 17. Lífsglíma mannsins hverju sinni markar hann og gerir hann að því sem hann er í öllum sínum margbreytileika. Verkin á sýningu Dagbjartar Drífu Thorlacius varpa ljósi á samferðamenn hennar í tímans rás. Ekki er um eiginlegar persónur að ræða heldur vinnur listamaðurinn úr samansöfnuðu minni sínu myndir af fólki sem hefur orðið á vegi hennar í gegnum lífið. Í verkin fléttast utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif á okkar daglega líf eins og tilfinningar, náttúra, litir og tíðarandi. Hvert verk býr yfir eigin sögu sem myndlistarmaðurinn skráir á tvívíðan flötinn. Sagnabrot koma úr ólíkum áttum líkt og mannverurnar á myndunum en tengjast saman í nýja frásögn með hversdagslegum og ljóðrænum undirtóni. Verk Dagbjartar Drífu eru flest unnin á síðastliðnum fjórum árum með olíulitum á striga og pappaspjöld. Dagbjört Drífa Thorlacius (f. 1980) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA próf í myndlist árið 2004 og með diplómagráðu í listkennslufræðum frá sama skóla árið 2006. Hún nam ljósmyndun við Københavns Tekniske skole og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands árið 2013. Dagbjört Drífa hefur sýnt víða bæði ein og í samvinnu við aðra, komið að ýmsum listtengdum samstarfsverkefnum við erlenda aðila og staðið að útgáfu bókverka. Sýningin stendur til 9. október.
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið