Víti sem vonandi gleymist fljótt Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér skjóta yfir markið úr vítinu. Vísir/Vilhelm „Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira