Innlent

Vilja hundrað þúsund króna ruslasekt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Guðlaugur Þór Þórðarson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks, með Guðlaug Þór Þórðarson fremstan í flokki, vilja að þeir sem gerast uppvísir af því að fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri á hálendinu og þjóðvegum landsins verði sektaðir um að lágmarki 100 þúsund krónur. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi.

Þetta er í annað sinn sem málið er lagt fram á þinginu en í greinargerð með frumvarpinu segir að rusli sem fleygt sé á víðavangi sé augljós lýti á umhverfinu og að með því að láta slíkt framferði óáreitt skaðist þau verðmæti sem felist í íslenskri náttúru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×