Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira