Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2015 21:15 Loftárásir Rússa á Sýrland hófust í dag. Vísir/Getty Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira