Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2015 19:30 Samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Útlendingastofnun hefði ekki sótt um skólavist fyrir börn albanskra hælisleitenda sem dvalið hafa á Íslandi frá því í júní. Systkinin eru þrjú og öll á grunnskólaladri. Fjórtán önnur börn í sömu stöðu ganga hvorki í skóla hér á landi né hafa fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og en öll börn eiga rétt á skólavist þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Systurnar Janie og Laura eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit 8 ára. „Við erum bara búnin að vera heima að gera sömu hlutina dag eftir dag. Það getur verið svolítið þreytandi,“ segja þau. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir algjörlega óásættanlegt að börnin séu utan skóla. Þannig sé þeim mismunað. „Það er alveg klárt að það er verið að brjóta á réttindum þessara barna. Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla. Það á alltaf að líta á öll börn fyrst og fremst sem börn. Það skiptir ekki máli hvort þau eru hælisleitendur eða ríksiborgarar í landinu,“ segir hún. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í dag var albönsku systkinunum boðin skólavist og fara þau í skólann strax á mánudag. Þá er unnið að því að koma tveimur börnum til viðbótar í skóla í Reykjavík og tólf í Hafnarfirði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin vera mikið álag og ófyrirséður fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. „Þetta eru mistök hjá okkur. Við brugðumst ekki nógu fljótt við. Á mánudagin hefst skólaganga þessara barna, og í framhaldinu af því munum við funda með hagsmunaaðilum og útbúa verkferil sem gerir það að verkum að svona aðstæður komi ekki upp aftur,“ segir Kristín. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Útlendingastofnun hefði ekki sótt um skólavist fyrir börn albanskra hælisleitenda sem dvalið hafa á Íslandi frá því í júní. Systkinin eru þrjú og öll á grunnskólaladri. Fjórtán önnur börn í sömu stöðu ganga hvorki í skóla hér á landi né hafa fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og en öll börn eiga rétt á skólavist þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Systurnar Janie og Laura eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit 8 ára. „Við erum bara búnin að vera heima að gera sömu hlutina dag eftir dag. Það getur verið svolítið þreytandi,“ segja þau. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir algjörlega óásættanlegt að börnin séu utan skóla. Þannig sé þeim mismunað. „Það er alveg klárt að það er verið að brjóta á réttindum þessara barna. Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla. Það á alltaf að líta á öll börn fyrst og fremst sem börn. Það skiptir ekki máli hvort þau eru hælisleitendur eða ríksiborgarar í landinu,“ segir hún. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í dag var albönsku systkinunum boðin skólavist og fara þau í skólann strax á mánudag. Þá er unnið að því að koma tveimur börnum til viðbótar í skóla í Reykjavík og tólf í Hafnarfirði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin vera mikið álag og ófyrirséður fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. „Þetta eru mistök hjá okkur. Við brugðumst ekki nógu fljótt við. Á mánudagin hefst skólaganga þessara barna, og í framhaldinu af því munum við funda með hagsmunaaðilum og útbúa verkferil sem gerir það að verkum að svona aðstæður komi ekki upp aftur,“ segir Kristín.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent