Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 11:24 Mikil ólga er í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um þessar mundir. Visir/Pjetur „Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira