„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 10:45 Jürgen Klopp var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. vísir/getty Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30