Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:30 Kyle Lafferty og félagar í norður-írska landsliðinu komast á EM í fyrsta sinn með sigri í kvöld. Vísir/Getty Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira