Porsche Cayman GT4 Clubsport á LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:50 Porsche Cayman GT4. Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent